Slysaskrá Íslands óvirk Á undanförnum vikum hafa komið í ljós tæknileg vandamál við skráningu í slysaskrá hjá nokkrum skráningaraðilum. Við greiningu á vandamálinu kom í ljós að vegna þess hve gamalt skráningarkerfið er orðið krefst lagfæring umfangsmikillar hugbúnaðarvinnu. Áfram verður unnið að nánari greiningu á vanda og mögulegum lausnum á sama tíma og unnið er að þarfagreiningu fyrir nýja miðlæga slysaskrá. Ákveðið hefur verið að slökkva á miðlæga kerfinu meðan þessi vinna fer fram. Vinsamlegast hafið samband við undirritaða ef þörf er nánari upplýsinga. Kær kveðja, Sigríður Haraldsd. Elínardóttir Sviðsstjóri Heilbrigðisupplýsingasviðs

Slysaskrá Íslands óvirk

Á undanförnum vikum hafa komið í ljós tæknileg vandamál við skráningu í slysaskrá hjá nokkrum skráningaraðilum.  Við greiningu á vandamálinu kom í ljós að vegna þess hve gamalt skráningarkerfið er orðið krefst lagfæring umfangsmikillar hugbúnaðarvinnu.

Áfram verður unnið að nánari greiningu á vanda og mögulegum lausnum á sama tíma og unnið er að þarfagreiningu fyrir nýja miðlæga slysaskrá. Ákveðið hefur verið að slökkva á miðlæga kerfinu meðan þessi vinna fer fram.

Vinsamlegast hafið samband við undirritaða ef þörf er nánari upplýsinga.

Kær kveðja,

Sigríður Haraldsd. Elínardóttir
Sviðsstjóri Heilbrigðisupplýsingasviðs